Helgina 19.-21. september verður mæðgnaflokkur í Vindáshlíð. Allar konur og stúlkur á aldrinum 6 til 99 ára eru meira en velkomnar!

Flokkurinn er skipulagður í anda Vindáshlíðarflokkanna sem eru á sumrin og því kjörið tækifæri fyrir mæðgur að fara saman og upplifa sumarbúðastemmninguna.  Verð er 11.900 kr. á mann með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Farið verður á einkabílum í Vindáshlíð.

mæðgnaflokkur

Hægt er að ganga frá skráningu hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með því að smella hér.

Föstudagur 19. september

18.30 Mæting og skráning í herbergi.
19.00 Kvöldmatur
20.00 Kvöldvaka, Vindáshlíðarlög samhristingur, grín og glens.
21:00 Spilastund
22:00 Kaffi og kósý
22:30 – Yngri stelpur fara að sofa, eldri stelpur fara í partý í íþróttahúsinu.
22.30 Mömmukaffi og kósý í setustofu og matsal

Laugardagur 20. september

9.30 Morgunmatur
10.00 Samverustund
12.00 Hádegismatur
13:00 Brennókeppni kynslóðanna – hverjar eru betri í brennó? Mömmur eða stelpur?
14:00 Frjáls tími, margt í boði: Spil Frjálsar gönguferðir um svæðið (skylda að hafa einhvern fullorðinn með í för ef farið er langt) undirbúningur fyrir helgistund morgundagsins Frjáls leikur úti eða inni Blundartími Handavinna að heiman Vinabönd eða hvað annað spennandi sem fólki dettur í hug
15.30 Kaffi
16.00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku/áframhaldandi spil og afslöppun
19.00 Veislukvöldverður
20.30 Kvöldvaka í umsjá þátttakenda
21.30 Kvöldkaffi
22.00 Hugleiðing
22:30 Svefn fyrir þær yngstu, bíó fyrir unglingana og mömmurnar (mömmur ráða hvort börnin þeirra teljist til unglinga eða yngri barna og hvort myndin sem sýnd verður henti þeirra börnum).

Sunnudagur 21. september

9.30 Morgunmatur
11.00 Minningagerð
12.00 Hádegismatur
13.30 Helgistund í Hallgrímskirkju
Heimferð

Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um farangur: Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, náttföt, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, inniskór, lítill bakpoki og vatnsbrúsi f. lengri gönguferðir, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, ullarpeysa, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem, Biblían, myndavél.