Stjórn Vindáshlíðar býður allar konur velkomnar á fyrsta AD KFUK fund vetrarins sem verður í Vindáshlíð þriðjudaginn 7. október. Rúta fer frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28, kl. 18:00 og er áætluð heimkoma um kl. 23.
Við komuna í Vindáshlíð verður boðið upp á léttan kvöldverð og að honum loknum hefst kvöldvaka með léttu sniði. Tómas Torfason, framkvæmdarstjóri KFUM og KFUK á Íslandi, flytur hugvekju kvöldsins. Matur, dagskrá og rútuferðir kosta kr. 5.500.
Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða hér í síðasta lagi mánudaginn 6. október.
Allar konur hjartanlega velkomnar.