Mánudagurinn 6. júlí
Full rúta af yndislegum stelpum mætti upp í Vindáshlíð í blíðu veðri og komu sér fyrir í matsalnum. Þar fór forstöðukonan yfir helstu reglur staðarins og síðan var þeim raðað í herbergi. Allar þær stelpur sem báðu um að vera saman voru paraðar saman í herbergi og fegu að vita hver bænakonan þeirra var sem er alltaf jafn spennandi. Bænakonan sýndi þeim síðan herbergið sem þær munu dvelja í þennan flokkinn og gekk með þeim um staðinn og kynnti þær fyrir umhverfinu. Frjáls tími var síðan fram að hádegismat.
Í hádegismat var grænmetis- og skinkupíta og eftir hann fóru stelpurnar í ratleik um svæðið og skiptust í lið eftir því í hvaða herbergi þær voru í. Nónhressing tók við að því loknu og stelpurnar snæddu gómsæta súkkulaði köku og sungu fyrir tvo foringja sem áttu afmæli. Hér í Vindáshlíð er alltaf sunginn sérstakur Vindáshlíðarafmælissöngur sem við kenndum stelpunum.
Eftir hressinguna voru fyrstu brennókeppnir flokksins og íþróttaforinginn bauð upp á innanhúss stigahlaupskeppni. Forgingarnir í setustofunni kenndu síðan vinabandagerð og gáfu bönd.
Í kvöldmatinn var fjólublátt og appelsínugult skyr sem stelpurnum fannst stórfurðulegt og gómasætt ásamt brauði og áleggi.
Stelpurnar í herbergjunum sem áttu að vera með atriði á kvöldvökunni höfðu sig til og síðan byrjaði kvöldvakan uppúr klukkan átta. Mikil var hlegið og sungið og síðan fóru stelpurnar í kvöldkaffi og fengu ávexti áður en hugleiðingin hófst í setustofunni. Ingibjörg foringi sagði stelpunum söguna um týnda sauðinn og við sungum róleg lög svona í lok dags.
Það var ljúft veður svo það var í boði að fara út að læk að bursta tennur og bænakonurnar biðu svo eftir þeim og enduðu með þeim daginn og báðu með þeim kvöldbænir inni á herbergjunum. Þeim gekk vel að sofna þessa fyrstu nótt þó svo margar væru nýjar og auðséð að þeim líður vel og eru glaðar og fullar tilhlökkunar yfir dvöl sinni hér. Lítið sem ekkert er um bit sem er þakklátt 😉
Yndislegur dagur og góður hópur af stelpum. Þær eru ákveðnar, ljúfar, góðar og hlýðnar. Það kallar maður góða blöndu <3