Það komu rúmlega fimmtíu glaðar og spenntar stelpur upp í Vindáshlíð í gær í smá rigningu. Veðrið stoppaði ekki frábæran ratleik um svæðið og voru stelpurnar mjög duglegar. Brennó og íþróttir hófust eftir kaffi og svo var gríðarleg stemning á kvöldvöku sem haldin var í íþróttahúsinu með leikjum og sprelli. Stelpurnar hafa verið duglegar að borða og margar sem segjast „aldrei hafa fengið svona góðan mat áður“ haha…en gaman að því og gott að þær eru glaðar. Myndavélin klikkaði eitthvað á okkur í gær en við reynum að bæta fyrir það með fleiri myndum í dag :). Í dag vöknuðu stelpurnar um hálf níu, sumar sprækari en aðrar en auðvitað gleðin við völd. Eftir hádegismat var farið í göngu niður í réttir, eins og hefur verið áralöng hefð fyrir. Stuðið heldur áfram með brennó og íÞróttum og svo kvöldvöku í kvöld sem stelpurnar fá að láta leikhæfileika sína skína. Við vonumst til þess að sjá til sólar á morgun, en annars gengur bara allt vel.
Minnum á að ef börnin verða sótt upp í Vindáshlíð þá muna að láta okkur vita.