Hæhæ… hér er allt gott að frétta, stelpurnar kátar og una sér vel. Þeim kom rækilega á óvart þegar náttfatapartýið byrjaði með látum þegar þær voru allar komnar inn á herbergi að bíða eftir bænakonunum sínum. Stemningin var gífurleg þar sem var dansað upp á borðum og sungið og trallað. Stelpurnar eru búnar að fara í göngu að réttunum og að Pokafossi og Brúðarslæðu í ágætis gír. Veðrið er þurrt og milt en sólin hefur lítið verið að kíkja á okkur. Við reynum að vera duglegar að setja inn myndir og hvetjum alla til þess að kíkja á þær 🙂 Í dag eru stelpurnar í hópum til þess að undirbúa Guðþjónustu sem verður hjá okkur eftir kaffi í kirkjunni okkar.

Bros og gleðikveðjur úr Vindáshlíð 🙂