Í gær var veisludagur hjá okkur sem heppnaðist frábærlega. Dagurinn byrjaði hefðbundið með morgunmat, fánahyllingu og biblílestri en síðan var haldið í úrslitaleik í brennó. Þvílík stemning og gleði í íþróttahúsinu þar sem mættust tvö stórgóð lið í brennó. Í hádegismat voru hamborgarar og franskar. Við fengum loksins sól og var lagst í sólbað í skógargöngunni sem farið var í eftir mat. Sumum fannst bara gott að flatmaga í sólinni meðan aðrir skelltu sér í leiki. Eftir kaffi var svo komið að hárgreiðslukeppni og vinagangi þar sem herbergin buðu upp á nudd, hárgreiðu, förðun. snyrtingu, jóga og ýmislegt fleira sniðugt. Á meðan voru foringjar að undirbúa hátíðarkvöldverð og skreyta salinn. Klukkan 18 var hringt bjöllunni og allir áttu að koma prúðbúnir upp á fána að syngja hann niður og „vefa mjúka“ sem er áralöng hefð i Vindáshlíð. í matinn var pizza og yfir matnum var tilkynnt hvaða herbergi hafði sigrað í íþróttakeppninni, brennókeppninni, innanhúskeppninni, hárgreiðlukeppninni, ratleiknum og íþróttadrotting 6.flokkar krýnd. Það var mikil kátína í stelpunum sem fylgdi þeim svo niður á kvöldvöku þar sem foringja sáum um leikrit og skemmtiatriði. í dag vöknuðum við og fórum að pakka niður. Núna eru stelpurnar niðri í íþróttahúsi að keppa við foringjana í brennó og vonast auðvitað eftir sigri. Í hádegismat verða pylsur og afgangur af pizzum… síðan verður ganga upp með læknum. Rútan leggur af stað í bæinn um 15 og við í starfsfólk í 6.flokki þökkum fyrir okkur og lánið á stelpunum ykkar! 🙂 Munið að skoða myndirnar – því þær segja meira en þúsund orð…