Stjórn Vindáshlíðar hefur ákveðið að aflýsa jólatrjáasölunni í Vindáshlíð á laugardag þar sem það lítur út fyrir ekkert ferðaveður fyrir hádegi á laugardaginn.

Þeir sem vilja sækja sér tré er samt sem áður er ljúft að gera það og fara þá eftir þessum leiðbeiningum:

  • Ekki má taka tré sem breytir ásýnd skógsins og gott er ef tekið er tré sem mun seinna, eða nú þegar, þrengja að öðrum trjám.
  • Saga skal tréð við svörð, greinar skildar eftir í skóginum en sá hluti trjábolsins sem ekki er tekin með heim skal skilja eftir við fánastöngina.
  • Ganga að sjálfsögðu vel um.
  • Verð 4000 kr óháð stærð trés, borga inn á 0515-26-163800, kt. 590379-0429 með athugasemd „jólatré“.