Árshátíð Hlíðarmeyja verður haldin í starfsstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28 sunnudaginn 14. febrúar kl. 13–15. Þangað eru allar stelpur sem dvöldu í Hlíðinni sl. sumar hjartanlega velkomnar. Að venju verður mikið fjör, foringjar frá því sl. sumar sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvarnir verða sungnir og boðið verður upp á veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2016. Verð á árhátíðina er 500 kr.