Sunnudaginn 14. febrúar verður árshátíð Vindáshlíðar haldin klukkan 13:00-15:00 í húsi KFUM og KFUK í Reykjavík að Holtavegi 28. Verð á árshátíðina er 500 kr. og gildir auk þess sem happadrættismiði þar sem fyrsti vinningur er vikudvöl í Vindáshlíð sumarið 2016.

Árshátíðin er fyrir stelpur sem hafa komið í Vindáshlíð og þær sem langar til að fara í Vindáshlíð. Að venju verður mikið fjör og foringjarnir frá síðasta sumri sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvarnir sungnir og boðið verður upp á léttar veitingar.

Árshátíð Vindáshlíðar