Laugardagana 7. og 14. maí verða vinnuflokkar í Vindáshlíð til að undirbúa sumarstarfið. Gert er ráð fyrir því að þeir hefjist kl. 10:00 og að farið sé heim um 16:00. Gott er að láta vita ef fólk ætlar að mæta til að hægt sé að gera ráð fyrir öllum í mat og búnaði. Þeir sem hafa áhuga á því að mæta geta látið Jessicu vita í netfangið jessica.andresdottir[hjá]gmail.com eða Hönnu Láru í netfangið hanna[hjá]kopavogur.is.

Margar hendur vinna létt verk og þarf Vindáshlíð á mörgum höndum að halda þetta misserið.