Í dag er kominn síðasti dagurinn og stúlkurnar vöknuðu í ágætis veðri og kláruðu að pakka. Þetta hefur verið virkilega góð og skemmtileg vika og hópurinn sem er búinn að vera saman hér alveg einstaklega frábær!
Fyrir hádegi var síðan loka brennóleikurinn þar sem Hamrahlíð keppti á móti foringjum í æsispennandi leik, en það er mjög mikilvægt að ná að vinna foringjana sem eru nánast ósigrandi, því miður tókst það ekki í þetta sinn en var þetta bráðskemmtilegur og spennandi leikur.
Eftir pylsur í hádeginu fóru stelpurnar í göngutúr á Pokafoss en þaðan fóru þær síðan í kirkjuna þar sem við sungum saman og heyrðu þær sögu kirkjunnar. Eftir kirkjustundina var komið að lokastund með bænakonunum sínum og fengu þær kanilsnúða og söngbækur.
Þetta var æðisleg vika og vil ég þakka öllum stelpunum sem komu í Vindáshlíð fyrir það að vera svona ótrúlega yndislegar 🙂

Bestu kveðjur
Hulda Guðlaugsdóttir
Forstöðukona