Við komum í hlíðina í glampandi sól og fallegu veðri í morgun.  Nú eru allar stelpurnar búnar að koma sér fyrir, kynnast nýjum herbergisfélögum og hitta bænakonurnar sínar.  Frábært veður til að kynnast staðnum betur og skoða sig um í þessu gríðarlega fallega umhverfi.  Farið var í ratleik eftir hádegismat og brennókeppni eftir kaffi.  Einnig er undirbúningur fyrir kvöldvöku í gangi þar sem hvert herbergi fær eina kvöldvöku til að sýna leikrit og vera með leiki.  Það verður spennandi að sjá afraksturinn í kvöld.  Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi.

Símalínan í sveitinni er eitthvað biluð þannig að ekki hefur verið hægt að hringja í símann í dag.  Við biðjumst velvirðingar á þessu.  Tæknifólk hefur verið að vinna í því að koma sambandi á í dag, því verður haldið áfram í fyrramálið.  Vonandi verður komið símasamband á morgun.  Ég mun setja fréttir inn hér á netinu á hverjum degi svo að þið getið fylgst með.

Bestu kveðjur, Þóra forstöðukona