Dagurinn í gær gekk mjög vel. Þær sofnuðu vært stuttu eftir að þær lögðust á koddann enda mikil dagskrá og margar sem höfðu vaknað snemma fyrir rútuferðina. Í morgun vöktum við þær kl 9 en þá voru flestar vaknaðar af spenningi yfir nýjum degi. Kvöldmaturinn í gær var lasagna.
Nú er morgunstundinni nýlokið eftir morgunmat og fánahyllingu og margt í gangi fram að hádegismat t.d. brennókeppni og húshlaup sem er hluti af íþróttakeppni vikunnar. Einnig er setustofuvakt þar sem þær geta setið og haft það kósý.
Veðrið heldur áfram að leika við okkur og við vöknuðum við glampandi sól í morgun. Planið er að ganga á Sandfell eftir hádegismat. Þar verður tvennt í boði; að ganga upp á topp eða fara hringinn í kringum fjallið.
Enn er verið að reyna að gera við símalínuna í Kjósarhreppi sem er biluð þannig að því miður er ekki hægt að hringja í Vindáshlíðarsímann. Hægt er að hringja á skrifstofu Kfum og þær koma skilaboðum til okkar. Síminn þar er 588-8899.
Bestu kv. Þóra forstöðukona