Síminn í Vindáshlíð er loksins kominn í lag.  Í gær sigruðust stelpurnar á fyrstu fjallgöngunni og stóðu sig frábærlega vel.  Veðrið var fínt þó að ský drægi fyrir sól eftir hádegi.  Dagurinn gekk vel.  Við enduðum daginn á kvöldvöku þar sem heilmikið var sungið og leikrit sýnd.  Stemningin var sérstaklega góð.  Rétt áður en bænakonurnar áttu að koma inn var dansað inn í hið frábæra náttfatapartý sem Vindáshlíð er þekkt fyrir.  Stelpurnar hoppuðu, dönsuðu og sungu ásamt eldhressum foringjum fram að miðnætti.  Síðan enduðum við á frostpinna og sögu til að róa þær niður fyrir svefninn.  Þær sofnuðu fljótlega eftir að þær lögðust á koddann og fengu að sofa örlítið lengur í morgun.  Í dag glampandi sól og hiti þannig að við förum inn í daginn full tilhlökkunar.

Minni á að símatíminn er kl 11:30-12 fyrir hádegi.  Endilega hringið í þennan síma 566-7044

 

Bestu kveðjur, Þóra forstöðukona