Það var glampandi sól og hiti, þannig lék veðrið við okkur í gær. Við fórum í göngu að Brúðarslæðu sem er foss stutt frá okkur. Stelpurnar busluðu í ánni og komu alsælar til baka. Við fórum að sjálfsögðu í brennó, íþróttakeppni og þær sem vildu gerðu vinabönd. Kvöldvakan var stórskemmtileg og þrjú herbergi sýndu leikrit. Dagurinn endaði eins og venja er á því að bænakonur komu inn í herbergi og lásu sögur og spjölluðu við stelpurnar.