Við höfum einmitt verið einstaklega heppnar með veður í þessari viku.  Í gær var glampandi sól og heitt allan daginn eins og er búið að vera síðustu daga.  Í dag dró ský fyrir sólu en það er samt þurrt þannig að við ættum að geta notið útiverunnar vel í dag.

Fastir liðir eins og fánahylling, biblíulestur, brennó og íþróttakeppni voru allar á sínum stað.  Í útiverunni fórum við í göngu niður í réttir.  Þar fengum við óvænt að sjá hesta sem voru í rekstri yfir landið sem var auðvitað merkileg upplifun.

Á kvöldvökunni var mikið fjör og mikið sungið ásamt leikritum sem stelpurnar sýndu.  Að loknu kvöldkaffi settumst við í setustofuna og hlustuðum á frásögn úr biblíunni og sungum kvöldsönginn ljúfa saman.  Bænakonurnar komu svo inn á herbergi stelpnanna og stuttu seinna fóru vel þreyttar hlíðarmeyjar að sofa.

Í dag er mikið framundan enda veisludagur.  Ég segi ykkur meira frá því á morgun.

 

Bestu kv. Þóra forstöðukona