Sæl, nu koma siðustu frettir af 6.flokk 2016… I gær var þvilikt frabær veisludagur fra a-ö… allt gekk svo vel og stelpurnar glaðar. Eftir kaffi var farið i hargreiðslukeppni og voru herbergin með svokallaðan vinagang þar sem allir eru velkomnir inn i herbergin sem vilja bjoða upp a eitthvað sniðugt, t.d hargreiðslu, nudd, naglalakk og eitt herbergið var með snyrtiherbergi. Við gerum okkur grein fyrir að sumar voru að profa að mala sig i fyrsta skipti en við akvaðum að leyfa það fyrst það var veisludagur, annars er ekki i boði að vera að mala sig her. Sumar voru kannski aðeins og mikið malaðar og þa reyndum við að draga ur þvi 🙂 Pizzurnar runnu vel niður i stlelpurnar i kvöldmatnum og var Berglind raðskona valin besti pizzubakarinn a svæðinu og var klappað vel fyrir henni. Skemmtiatriðin a kvöldvökunni gengu ofsalega vel og var hlegið langt fram eftir kvöldi. Við forum seint i rumið og bænakonur afhentu stelpunum söngbækur og Vindashliðararmbönd. Vakið var svo i dag kl 9.00, sumar mjög spenntar að hitta mömmur og pabba a meðan sumar spyrja hvort þær megi eiga heima i Vindashlið 🙂

Eftir siðasta Bibliulesturinn var haldið i iþrottahusið að keppa i brenno, brennomeistarar 6.flokks a moti foringjum og svo foringjar með öðru sætinu a moti öllum sem vildu taka þatt… mikið stuð. Siðan er verið að pakka, hadegismatur a eftir verða grillaðar pylsur. Siðan verður siðasta gangan og lokastund uppi i kirkju… rutan leggur af stað kl 15 og þið eigið von a þreyttum en katum stelpum a Holtaveg um 16 🙂

Takk fyrir mig, kv. Hanna Lara forstöðukona 6.flokks