Það voru þreyttar stúlkur sem að mættu í morgunmat í morgun en voru fljótar að taka við sér eftir að hafa fengið morgunmatinn. Eftir fánahyllingu skelltum við okkur í að undirbúa Guðþjónustu. Skipt var í 4 hópa sönghóp, leiklistarhóp, umdirbúningshóp og skreytingarhóp. Allir lögðu sig fram og skemmtum við okkur vel að undirbúa Guðþjónustuna. Að því loknu var haldið áfram í brennó og eitthvað er farið að skýrast hverjir það eru sem munu keppa um að verða brennómeistarar í 9. flokki í Vindáshlíð. Gengu við niður að réttum eftir hádegi og stoppuðum í rjóðri á leiðinni heim þar sem okkur var færðar smákökur og kökur. Um leið og við komum til baka var aftur farið í hópa. Tálgunarhópurinn bjó til krossa, kvöldvöku hópurinn bjó til leikrit sem sýnt verður á veislukvöldi og svo var það föndurhópur sem að föndraði hatta, skegg, varir og slaufur fyrir veislukvöldið. Kvöldvakan var í höndum Grenihlíðar og Skógarhlíðar sem var skemmtileg. Þegar henni var lokið skunduðum við til kirkju þar sem við fengum að heyra  fagran söng hjá kórnum okkar. Flotta leiklistartakta hjá leiklistarhópnum sem fluttu fyrir okkur Miskunnsama Samverjan og hlustuðum á fallegar bænir sem stúlkurnar í undirbúningshópnum höfðu samið. Við fengum góðan gest til okkar í kirkjuna. Sr. Arna Grétarsdóttir prestur á Reynivöllum kom til okkar, sagði okkur frá bænabandinu og veitti okkur blessun. Yndislegur dagur að kveldi komin.

Við þökkum fyrir allar yndislegu stúlkurnar, starfsfólkið og þá gleði sem hér ríkir. Við biðjum Guð að halda verndarhendi yfir okkur öll.