Helgina 9.-11. september verður yngri mæðgnaflokkur haldinn í Vindáshlíð fyrir mæður og dætur 6-99 ára.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir mæðgur til að verja tíma saman í notalegu umhverfi. Helgin kostar 8.900 kr. á mann og fer skráning fram hérna.

DAGSKRÁ

Föstudagur 9. september

18.30 Mæting og skráning í herbergi
19.00 Kvöldmatur
19.45 Kvöldvaka í íþróttahúsi
21:00 Kvöldkaffi
21:30 Söngstund og kvöldbænir
Háttatími fyrir þær yngstu, kaffi, kósý og bíó fyrir eldri.

Laugardagur 10. september

9.15 Morgunmatur
10.00 Samverustund
12.00 Hádegismatur
13:00 Ratleikur
14:00 Frjáls tími, margt í boði:
•Gönguferð á Sandfell (ef veður leyfir)
•Eldhúsfjör
•Vinabönd í setustofu
•Frjáls leikur úti eða inni
15.30 Kaffi
16.00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku, dekurstund, frjáls tími
18:00 Veislukvöldverður
19:30 Kvöldvaka. Leikrit, leikir og söngvar.
20:30 Spurningakeppni
21:30 Kvöldkaffi
22.00 Söngstund, hugleiðing og kvöldbænir
Háttatími fyrir þær yngstu, kaffi og kósý fyrir eldri.

Sunnudagur 11. september

9.30 Morgunmatur
11.00 Minningagerð
12.00 Hádegismatur
13.30 Helgistund í Hallgrímskirkju
14.00 Heimferð
Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.