Í dag var vaknað klukkan 9 og síðan farið í morgunmat, fánahyllingu og bíblíulestur. Eftir biblíustundina var frjáls tími fram að hádegismat og fóru stelpurnar til dæmis að keppa í brennó og hver gæti plankað lengst.  Eftir hádegismat var farið í ævintýra göngutúr meðfram læknum okkar þar sem stelpurnar hittu á leið sinni upp bæði álf sem kenndi þeim að dansa og síðan tröllskessu sem þær áttu að sýna dansinn fyrir. Eftir gönguna var komið inn í kaffi og í kaffinu var bæði smákaka og lummur sem gerðar voru úr grjónagrautnum sem við borðuðum deginum áður. Eftir kaffitímann var aftur keppt í brennó og líka í stigahlaupi og selt Vindáshlíðar boli, kort og fleira. Svo sumar stelpurnar eru búnar að skrifa kort og margar þeirra komnar í bol í stíl við hver aðra. Í kvöldmatnum var borðað pylsu pasta og eftir matinn var kvöldvaka þar sem þrjú stelpna herbergi sáu um að vera með skemmtiatriði. Eftir kvöldvöku var farið í kvöldkaffi og svo var hugvekjan og eftir það var sent stelpurnar inn í herbergi með sinni bænakonu. Eftir að bænakonan hafði verið í smá stund inni hjá þeim bankaði ég á hurðina á hverju herbergi og spurði hvort ég gæti fengið að eiga orð við bænakonuna í smá stund. Þegar að bænakonurnar komu úr herberginu hlupu þær af stað í að setja á sig andlitsmálingu og fara í náttföt og sækja potta og sleifar því núna átti að vera náttfatateiti. Skömmu síðar komu bænakonurnar inn á ganginn til stelpnanna syngjandi með pott og sleif og náðu í stelpurnar og við fórum allar inn í matsal. Inn í matsal var mikið dansað við diskóljós og síðan fórum við inn í setustofu þar sem fjörið hélt áfram. Um 12 leitið var náttafatateitinu lokið og stelpurnar komnar aftur inn á bænaherbergi með sinni bænakonu.

Kveðja úr Hlíðinni,

Karen, forstöðukona.