45 galvaskar stúlkur lögðu af stað úr Reykjavík á vit ævintýranna í Vindáshlíð. Þegar við vorum komnar þangað bætust 6 stelpur við svo í heildina eru 51 stúlka hjá okkur. Veðrið leikur við okkur og reynum að njóta þess í botn
Það var sko ekki slegið slöku við þó það væri fyrsti dagurinn. Eftir að allir voru búnir að koma sér fyrir og fá hádegismat var haldið af stað í buslferð að Brúðarslæðu. Þegar heim var komið tóku foringjar á móti þeim með léttum vatnsslag.
Um kvöldið sáu svo stúlkurnar í Skógarhlíð og Grenihlíð um skemmtun á kvöldvökunni og var mikið stuð. Eftir kvöldvöku var kvöldkaffi og hugleiðing sem endaði með því að bænakonurnar voru týndar og þurfu herbergin að fara að leita að bænakonunum sínum. Það voru þreyttar og glaðar stúlkur sem lögðust á koddann sinn um kvöldið.
Þetta er skemmtilegur hópur og mikið af stúlkum sem ekki hafa komið áður. Þær eru allar glaðar og kátar og fljótar að læra á allt hérna hjá okkur.