Eftir góða næturhvíld byrjuðum við daginn á morgunmat og biblíulestri. Að biblíulesturi loknum hófst brennókeppnin!! Það var mikil spenna og gleði sem ríkti hjá þeim fyrir keppninni.

Sólin hefur leikið við okkur og skelltum við okkur í göngutúr eftir mat niður að réttum. Allt gekk vel en stúlkurnar voru ansi þreyttar eftir ferðina. Í kaffitímanum var boðið upp á köku og var hún snædd úti. Eftir kaffið var íþróttakeppninni haldið áfram.

Eftir kvöldmat var kvöldvaka og sáu Gljúfrahlíð og Furuhlíð um að halda uppi fjörinu. Eftir kvöldvökuna fórum við út og kveiktum varðeld. Þar sátum við saman og fengum kvöldkaffi og hlustuðum á hugleiðingu. Þegar öllu þessu var lokið fengu stúlkurnar að fara út í læk að tannbursta sig og er það mikið uppáhald hjá þeim. Eftir langan og skemmtilegan dag var gott að skríða upp í rúm og sofna og voru þær mjög fljótar að sofna.