Í morgun var boðið upp á Coco Puffs í morgunmat því að við vorum að fagna því að stúlkurnar í flokknum eru orðnar Hlíðarmeyjar. Eftir morgunmat var biblíulestur og íþróttir.
Að loknum hádegisverði var haldið í skemmtilega skógargöngu þar sem stúlkurnar hittu sofandi prinsessur og fleira skemmtilegt.
Kvöldvakan í kvöld var ekki af verri endanum þar sem haldin var hæfileikakeppnin: Vindáshlíð got talent. Flestir tóku þátt og voru atriðin flott og skemmtileg. (Ég öfunda ekki dómarana!)
Eftir keppnina var hefðbundið kvöldkaffi með ávöxtum, haldið var í hugleiðingu beint á eftir og svo var farið í rúmið.