39 frábærar stúlkur héldu af stað úr Reykjavík í morgun á vit ævintýranna í Vindáshlíð. Mikil spenna og eftirvænting réði ríkjum og gleðin skein úr andlitum þeirra. Þegar í Vindáshlíð var komið var haldið í matsalinn og skipt í herbergi. Fengu allir sem að óskuðu eftir að vera saman í herbergi að vera saman.

Eftir hádegismat var öllum smalað saman og farið í leiki á túninu fyrir framan Vindáshlíð í góðu veðri. Þegar því var lokið var boðið upp á brauð og köku í kaffitímanum. Eftir kaffið hófst hin marg um talað brennókeppni.

Á kvöldvökunni var haldin leikur sem er byggður á sjónvarpsþáttunum „Minute to win it“ og voru herbergi á móti herbergi. Það var rosa spenna og keppnisskapið kom skírt fram!

Eftir þessa frábæru keppni var kvöldkaffi og hugleiðing. Eftir hugleiðingu var bænakonu leit og fundu allir sína bænakonu í góðum tíma. Þegar bænakonur fóru var reynt að koma ró á stúlkurnar sem gekk vel því margar orðar þreyttar. Hins vegar voru foringjarnir hvergi hættir og slóu upp einu náttfatapartýi sem að tryllti lýðinn.

Eftir frábæran dag og einstakalega skemmtilegt kvöld voru það þreyttar og sælar stúlkur sem lögðu höfuðið á koddann og sofnuðu vært.