Það var hefðbundin morgun sem fór af stað hjá okkur í Vindáshlíð. Eftir biblíulestur var svo úrslitaleikurinn í Brennó á milli Skógarhlíðar og Barmahlíðar. Leikurinn var æsispennandi.

Eftir hádegismat var farið í leik þar sem stúlkurnar áttu að reyna að komast í íþróttahúsið en foringjarnir gerðu allt í sínu valdi til að stöðva þær og var mikil spenna í leiknum.

Eftir kaffi var svo farið að undirbúa sig fyrir veislukvöldið og var stemning á ganginum þar sem allir voru að gera sig tilbúna.

Veislukvöldið hófst á því að draga niður fánann og farið var í Vefa mjúka og sungið hátt með. Að því loknu fengu stelpurnar mynd af sér með bænakonunni sinni og var þeim svo vísað til borðs þar sem borin var pizza og sólberjasaft á borð.

Eftir allt saman var kvöldvaka í boði foringja og var mikið hlegið.

Það er mikil spenna sem ríkir fyrir heimferð og margar hverjar ekki tilbúnar að fara að sofa en svefnin svífur á og sofnuðu þær allar vært og rótt.