Í dag komu 60 stúlkur í Hlíðina. Eftir að stelpurnar voru komnar í herbergi og búnar að koma sér vel fyrir og hitta sína bænkonu var hádegismatur. Eftir hádegismatinn var síðan ratleikur sem að hjálpaði stelpunum að kynnast staðnum betur. Eftir ratleikinn var kaffitími og síðan var keppt í brennó, farið í húllakeppni, spilað og búið til vinaarmbönd. Í kvöldmat var hakk og spaghettí. Eftir kvöldmatinn var haldin kvöldvaka í íþróttahúsinu og var haldin tískusýning þar sem hvert herbergi hannaði dress úr plastapokum, pappír og hlutum úr umhverfinu okkar fyrir eina stelpu úr þeirra herbergi. Eftir að stelpurnar höfðu búið til dressin var haldin tískusýning. Eftir kvöldvökuna var kvöldkaffi, hugvekja og svo var kominn tími fyrir háttinn.

Kveðja úr Hlíðinni,

Karen, forstöðukona.