Í dag var vaknað klukkan 9 og farið í morgunmat, fánahyllingu og biblíulestur. Eftir biblíulesturinn var farið í brennó og mikið var líka leikið úti en það er búið að vera verulega gott veður hér hjá okkur í Hlíðinni. Í hádegismatinn í dag var fiskur í raspi, heimabakað hvítlauks brauð og meðlæti. Eftir hádegismatinn var farið í göngutúr og stelpurnar tóku með sér sundföt til að geta buslað í einu vatni. Eftir göngutúrinn voru þær allar orðnar svangar og þá var farið beint í kaffitímann þar sem var borðað köku og kryddbrauð. Eftir kaffitímann var kraftlyftingarkeppni, magaæfinga-keppni og brennó. Eftir kvöldmatinn var síðan kvödvaka niðri í stóra sal og á kvöldvökunni var haldið upp á ,,Vindáshlíð Got Talent‘‘. Eftir velheppnaða kvöldvöku var kvölkaffi og síðan hugvekja og eftir það voru stelpurnar sendar að bursta tennur og klæða sig í náttföt. Síðan þegar að stelpurnar voru komnar í náttföt og komnar inn í herbergi komu bænakonurnar syngjandi til þeirra og buðu þeim með sér í náttfatapartý. Náttfatapartýinu var lokið rétt fyrir 12 á miðnætti og eftir það komu bænakonurnar inn á herbergi stelpnanna og komu þeim fljótt í svefn.
Kveðja úr Hlíðinni,
Karen, forstöðukona.