Í dag var vaknað klukkan 9.30. Eftir morgunmat og fánahyllingu var biblíulestur og á biblíulestrinum í dag bjuggu stelpurnar til bæna-gogga. Eftir biblíulesturinn var keppt í brennó, húshlaupi og að halda stórum bolta á lofti. Í hádegismatinn í dag var píta og eftir hádegismatinn var farið í göngutúr í góðra veðrinu og stelpurnar tóku aftur með sér sundföt í göngutúrinn. Eftir göngutúrinn voru borðaðar súkkulaðibitakökur og heimabakað brauð. Eftir kaffitímann var keppt í stigahlaupi og í brennó og sumar stelpur fóru í sturtu. Eftir kvöldmatinn var síðan kvöldvaka og í þetta skiptið var kvöldvakan haldin í matsalnum og í setustofunni þar sem stelpurnar bjuggu til hluti út trölladeigi og armbönd úr perlum. Eftir kvöldvökuna var kvöldkaffi, hugvekja og síðan háttatími. Fyrir háttinn fóru sumar stelpurnar í lækinn til þess að bursta tennurnar.
Kveðja úr Hlíðinni,
Karen, forstöðukona.