Í dag voru stúlkurnar vaktar klukkan hálf 10. Dagurinn hófst eins og aðrir dagar í Vindáshlíð á morgunmat, síðan var fáninn hylltur og loks haldið á biblíulestur. Eftir biblíulestur hélt brennókeppnin áfram og keppt var í húshlaupi. Í útiveru var farið í Harry Potter leik. Þar hittu stelpurnar nokkrar persónur úr Harry Potter bókunum.
Í kaffinu var boðið upp á súkkulaðibitakökur sem vöktu mikla lukku. Fram að kvöldmat kepptu stelpurnar í brennó og íþróttakeppnum, hnýttu vinabönd og léku sér úti. Í kvöldmat var hakk og spaghettí. Á kvöldvöku var bíókvöld og þar á eftir hugleiðing. Kvöldkaffið var svo ekki af verri endanum, en boðið var upp á vöfflur með rjóma og súkkulaðisósu. Bænakonur heimsóttu loks herbergin, spjölluðu við stelpurnar, fóru í leiki og enduðu svo daginn á bæn.
Flokkurinn gengur mjög vel þrátt fyrir að sólin láti ekki sjá sig. Þið getið fundið myndir úr flokknum á flickr síðu KFUM&K (https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/ ).
Kveðja Pálína forstöðukona