Í dag voru stúlkurnar vaktar klukkan hálf 10. Reyndar voru nokkrar vaknaðar, en flestar enn sofandi. Dagurinn var merkilegur fyrir þær sakir að nú hafa þær sem eru að koma í fyrsta sinn gist þrjár nætur í dvalarflokk og því orðnar Hlíðarmeyjar. Því var fagnað með því að bjóða upp á kókópuffs í morgunmat, sem vakti mikla lukku. Um miðjan daginn var farið í Harry Potter leik. Persónur úr bókunum dúkkuðu hér og þar og skemmtu stelpurnar sér vel. Eftir kaffi voru undanúrslit í brennó, íþróttakeppnir og frjáls tími. Í kvöldmatinn var píta með grænmeti. Þar sem veðrið var alls ekki að leika við okkur í kvöld (mikið rok og grenjandi rigning) var ákveðið að hafa kósýkvöld. Kvöldvökusalnum var breytt í bíósal, stelpurnar fengu poppkorn og við horfðum saman á bíómynd. Þegar myndinni lauk var kvöldkaffi eins og venjulega og svo var haldið á hugleiðingu. Loks enduðu bænakonur daginn og stelpurnar fóru glaðar að sofa og sofnuðu fljótt.
Kveðja Pálína