Frá Holtaveginum i gær lōgðu af stað gríðarlega spenntar stelpur sem voru og eru ákveðnar í að eiga frábæra viku saman í Vindáshlíð. Þegar var komið upp í Hlíð var farið að raða í herbergi og fara yfir helstu reglur staðarins. Allir fengu auðvitað að vera saman í herbergi sem vildu. Við erum saman hér um 100 manns, stelpur og starfsfólk og mikið fjôr. Það er búið að haldast þurrt síðan í gær og við þōkkum fyrir það. Stelpurnar fóru í ratleik til þess að læra inn á nánasta umhverfið og var það mjög skemmtilegt. Síðan var farið í brennó, íþróttir og byrjað að búa til vinabōnd… allt samkvæmt hefðinni 🙂 Eftir kvöldmat var síðan kvöldvaka þar sem nokkur herbergi sáu um leikrit og leiki til að skemmta hinum. Kvōldkaffi og svo hugleiðing í lék dag þar sem var verið að ræða um fyrirgefninguna. Stelpurnar sem vildu, fengu að bursta tennur í læknum en hinar græjuðu sig bara inni. Mikil spenna var um hver fengi svo hvaða bæna konu en þær fengu ekki að vita það fyrr en þegar komið var að háttatíma. Margar sofnuðu strax aðrar voru enn svo spenntar yfir verunni hér að þær urðu aðeins að spjalla meira saman.
Það var ákveðið að vekja klukkan 9, eins og er yfirleitt gert í Vindáshlíð, en þá voru flestar vaknaðar og komnar á stjá. Reyndar er bannað að vekja hinar í herberginu sem vilja sofa lengur og við vonum að það gangi betur á morgun. Eftir morgunmat í dag var farið upp á fána, bibliulestur og svo hélt brennó og íþróttir áfram. Við vonumst til að það verði enn þurrt á okkur og ætlum að skella okkur í gōngu á eftir. Í kvöld munu ōnnur herbergi sjá um leikrit og leiki á kvōldvōku og ætlum við bara að halda áfram að hafa gaman saman. 😻👍💖
kv. Forstōðukona