Hér í Kjósinni gengur allt vel. Stelpurnar fóru í fjallgōngu í gær upp á Sandfell og komust næstum allar upp á topp. Enda veru þær gríðarlega þreyttar þegar þær fóru að sofa í gær. Við erum líka á fullu í að keppa í brennó milli herbergja, taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum s.s rúsínuspýtingu, broskeppni, kraftakeppni og fleiru skemmtilegu. Við fórum á skemmtilega kvōldvōku í gær þar sem næstu herbergi sáu um leikrit og leiki og sungum við líka hátt og mikið. Hugleiðing dagsins var hvað við erum frábærar og einstakar.

Í dag var vakið kl. 9 og voru miklu fleiri steinsofandi í dag en gær þegar farið var að vekja. Stelpurnar fengu fræðslu um Faðir vorið í kirkjunni í dag.  Það er pínu blautt á okkur í dag en stelpurnar fóru í gōngu niður  að réttum og fóru í leik sem er alltaf farin í þar. Þá leika stelpurnar kindur og foringjarnir draga þær í dilka, alltaf mikið fjōr. Síðan stefnum við á áframhaldandi skemmtun, brennó, íþróttir, undirbúning  fyrir kvōldvoku, vinabōnd og leiki.

minni á að kíkja á myndir og einnig hægt að fylgja Vindáshlíð á instagram.

kv. Forstôðukona