Kæru foreldrar, hér ríkir enn mikil gleði og kátína. Eftir kvōldvōku, kaffi og hugleiðingu áttu stelpurnar von á bænarkonunum sínum til þess að lesa með sér og fara með bænir fyrir svefninn en þá byrjaði stuðið fyrir alvōru. Foringjarnir komu með sōng og látum, syngjandi að það væri komið náttfatapartý. Stelpurnar voru gríðarlega spenntar og dōnsuðu uppi á borðum með foringjum og fengu svo alls konar skemmtileg skemmtiatriði, áður en þær fengu ís og sōgustund fyrir svefninn. Foringjarnir sungu svo stelpurnar inn á herbergi og voru þær fljótar að sofna.

Í dag var vakið 9.30 því við fórum að sofa seinna útaf partýinu. Samkvæmt hefðinni þá ertu orðin Hlíðarmey eftir 3 nætur í Vindáshlíð og var því fagnað með kókópuffs í morgunmat. Eftir fánahyllingu var farið í undirbúningshópa fyrir guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Hóparnir voru sōnghópur, leikritahópur, bæna og undirbúningshópur og skreytingahópur. Guðsþjónusta var dásamleg og fengu stelpurnar að heyra um sōgu kirkjunnar, hvaðan hún kom og fl. Við héldum brunaæfingu sem gekk mjög vel. Í kvōld verða svo síðustu þrjú herbergin með kvōldvōku og kvōldið verður hefðbundið.

Endilega hringið og látið vita þeir sem ætla að sækja stelpuna sína upp í Vindáshlíð, hvenær og klukkan hvað svo við getum verið búnar að græja stelpuna.

Kíkið á myndir og Vindáshlíð á instagram.

bestu kveðjur, forstōðukona