Stelpurnar voru vaktar klukkan 9 í morgunn. Það voru reyndar margar vaknaðar enda spenntar að sjá hvað dagurinn bæri í skauti sér. Eftir morgunmatinn var fánahylling og biblíulestur. Síðan kepptu stelpurnar í brennó og stígvélakasti. Í morgunmatnum fengu þær ofnbakaðan fisk með pizzasósu. Veðurspáin var svo góð fyrir daginn að við í gönguferð í útiverunni að Brúðarslæðu þar sem stelpurnar fengu tækifæri til að vaða. Síðan þegar heim var komið braust út vatnslagur á milli foringja og stúlknanna. Um kvöldið var kvöldvaka sem stelpurnar sáu um að mestu sjálfar, þær sýndu leikrit, voru með sjálfboðaliða leiki og litla hæfileikakeppni. Eftir kvöldhressingu og hugleiðingu gerðu stelpurnar sig til fyrir háttinn og í stað þess að fá bænakonurnar inn til sín voru þær dregnar fram í náttfatapartý þar sem var mikið sungið og dansað. Í náttfatapartýið mættu óvæntir gestir þar á meðal geimvera sem var með íspinna handa öllum stelpunum. Að náttfatapartý loknu fengu stelpurnar litla stund með sinni bænakonu inná herbergi. Stelpurnar voru fljótar að sofna enda útkeyrðar eftir daginn.
Bestu kveðjur Þorgerður forstöðukona.