8. flokkur sumarsins er ævintýraflokkur, fylltur af 23. frábærum og orkumiklum stelpum! Á komudegi voru stelpurnar spenntar (og snöggar) að finna sér herbergisfélaga, og þær urðu fljótt góðar vinkonur. Eftir að þær voru búnar að koma sér fyrir, fóru stelpurnar í skemmtilegan ratleik í kringum Hlíðina til að kynnast henni vel. Stelpurnar voru aktívar í gegnum daginn að spila, búa til vinabönd og voru sérstaklega spenntar fyrir að vera úti, jafnvel í miklri rigningu. Þær fengu góðan fisk í kvöldmat, en mesta skemmtun var að halda tísku sýningu/keppni í fyrstu kvöldvökunni. Það heyrðist hróp og hlátur um allt hús á þessum tíma!

Þær fengu yndislega hugleiðingu eftir kvöldvöku, en fyrir svefninn fórum þær í leikinn „hver er bænakonan mín“? Þær fengu vísbendingar fyrir hverjar bænakonurnar þeirra væru og svo þurftu þær að leita að henni, úti og inni! Þetta tók sinn tíma því bænakonurnar voru klókar að fela sig í t.d. búningaherberginu, stígvélageymslunni og, meira að segja, í glasaskápnum inn í matsal! (Hún var vel dofin í löppunum þegar hún fannst!) Stelpurnar fengu góða bænastund með bænakonunum sínum fyrir svefninn, spenntar fyrir næsta daginn!