Út af miklu fjöri kvöldð áður, fengu stelpurnar að sofa út aðeins á þriðja degi flokksins. Eftir morgunmat var haldin biblíulestur þar sem þær gerðu lítið verkefni um sjálfsálit og góðar leiðir til að styrkja sjálfmyndina.
Það var mikil útivera plönuð fyrir stelpurnar á þessum degi, og eftir hádegismat fóru þær út í einn sérstakan ratleik sem heitir Hermannaleikurinn, sem er einskonar „lögga og bófi“ leikur. Hann er ætlaður til þess að kenna stelpunum um aðstæður í öðrum löndum en á sama tíma skemmta þeim í spennandi umhverfi.
Það voru mismunandi keppnir haldnar út daginn, þar að meðal var bros keppni (hver er með stæðsta brosið), hlaupkeppni og „spelling bee“ keppni sem var í sérstöku uppáhaldi hjá stelpunum. Á þessum tíma voru líka Brennókeppnir í gangi niðri í íþróttahúsi.
Um kvöldið var haldin annar útiveru leikur sem er í miklu uppáhaldi hjá Vindáshlíð, og hann heitir Lífsgangan. Hann er notaður sem svolitið þraut og táknar göngu lífs okkar með eða án Jesú. Stelpurnar hafa bundið fyrir augun, og þær halda í reipi. Þær eru svo leiddar í kringum eitthvað svæði, stoppa á nokkrum stöðum og hlusta á mismunandi lestra um lífið með Guði. Þetta finnst þeim oftast mjög spennandi því þær sjá ekki hvar þær eru.
Eftir kvöldmat var haldin æðislegt Kaffihúsakvöld, þar sem stelpurnar voru eins og á flottu kaffihúsi. Þær fengu smá kökubita og heitt kakó með fallegri tónlist og kertaljósi. Eftir hugleiðingu var háttað og bænakonurnar fóru með stelpunum inn í herbergi til að spjalla og biðja saman.