Fjórði dagur flokksins var Harry Potter þema dagur! Ekki nóg með það, en nú eru stelpurnar búnar að sofa þrjár nætur  í Vindáshlíð, og það þýðir að þær eru orðnar Hlíðarmeyjar! Stelpurnar voru mjög spenntar, enda eru flestar stórir aðdáendur Harry Potter sögunar! Þær voru vaktar með Harry Potter tónlist sem heyrðist um svefnganginn, og þegar þær löbbuðu inn í matsal var búið að skreyta hann upp í Harry Potter stíl með myndum á persónum, kertum, dúkum og skrauti, og tónlist var spiluð í bakgrunn á meðan það var borðað.

Eftir hádegismat var tekið stelpurnar í gönguferð upp að hini frægu Brúðarslæðu. Þar fengu stelpurnar að busla og vaða smá í læknum, enda voru þær heppnar að sjá smá sól á ferð sinni. Það var líka sungið og farið í leiki á svæðinu, og tekin var hópmynd 🙂

Haldnar voru nokkrar íþróttakeppnir eftir kaffitíma, til dæmis styrkleikakeppni og hlaupkeppni. Svo var náttúrulega haldið áfram með hinar vinsælu brennókeppnir niðri í íþróttahúsi!

Stelpurnar voru búnar að vera spenntar í allan dag fyrir fræga Harry Potter útileikinn, sem fór fram eftir kvöldmat. Foringjar voru klæddir upp sem Harry Potter persónur og földu sig á mismunandi stöðum í kringum Vindáhlíð. Stelpurnar þurftu að finna þessar persónur án þess að lenda í klóm Voldemorts eða vitsugana sem voru á sveimi í kringum svæðið líka.

Eftir þennan mikla leik fóru stelpurnar inn í kósý kvöldkaffi og huglieðingu. Þar var heyrt sögu og sungið saman. Fyrir háttinn var svo leyft að fara niður að tannbusta í tannbustarlæknum fyrir neðan húsið. Það var vel þegið af mörgum!