Síðasti fullur dagur flokksins og hann var veisludagur! Sólin skein sem gaf stelpunum mikið tækifæri á að vera úti að leika. Farið var í stóra keppni kallaða „Amazing Race“, þar sem hvert herbergi var að keppa í að klára margar og miklar þrautir, eins og að seta upp uppistand fyrir foringjana og finna blágresi út í skóg og koma með það. Herbergið sem er fyrst að klára allar þrautirnar myndi vinna leikinn. Þetta heppnaðist fullkomlega í góða veðrinu!

Í dag var líka loka brennóleikurinn milli stelpnana, og herbergið sem vann mun leika á móti foringjunum á loka degi flokksins!

Uppáhaldskvöld vikunnar er alltaf VEISLUKVÖLDIÐ! Matsalurinn var skreyttur fallega og borðuðum var raðað í nýjar stellingar. Eldhúsið bauð upp á yndislegar pítsur sem voru bornar fram af bænakonunum. Þegar búið var að borða var gefið út fjölmargar og frábærar viðurkenningar fyrir allar þessar keppnir sem stelpurnar hafa tekið þátt í út vikuna. Einn hópur af stelpnum fóru svo með ljóð sem þær sömdu um alla fornigjana í vikunni, og það var yndislegur endir á veisluhöldunum!

Eftir veislumatinn var haldin frábær og orkumikill kvöldvaka niðri í sal, þar sem foringjar settu upp heila dagsrká af mismunandi leikritum, söngvum og leikjum. Stelpurnar skemmtu sér konunglega í öllum kjánaskapnum og fóru mjög sáttar í háttinn með bænakonum sínum í síðasta skipti 🙂