Lokadagur flokksins í Vindáshlíð! Stelpurnar sváfu vel og fengu sér morgunmat. Brennómeistarar kepptu á móti foringjum og allar stelpurnar fylgdust með. Foringjar hafa ekki tapað einum leik í sumar og það breyttist ekki í þessum flokk. Svo var haldið áfram að leika sér í íþróttahúsinu með foringjum fram að hádegismat. Stelpurnar kláruðu að pakka og fóru svo á lokastund upp í kirkju með forstöðukonu. Við töluðum um sköpun. Stelpurnar í flokknum eru heldur betur skapandi en við erum líka öll dýrmæt og einstök sköpun sem þarf að fara vel með og passa upp á. Náttúran er líka dýrmæt sköpun sem við þurfum að fara vel með.
Við þökkum fyrir yndislega daga í Vindáshlíð og erum þakklátar að hafa fengið að kynnast þessum flottu stelpum.
Bestu kveðjur,
Kristín forstöðukona.