Í gær var skemmtilegur dagur. Við fengum smá pásu frá sólinni, en þrátt fyrir ský á himni var yndislegt veður.
Stelpurnar fengu hakk og spaghettí í hádegismat. Síðan gengu þær í réttir sem eru hér skammt frá. Þar var farið í leiki áður en haldið var heim í kaffi. Í kaffitímanum var boðið upp á jógúrtköku og kryddbrauð. Eftir kaffi var hefðbundin dagskrá; brennó, íþróttir, frjáls tími og kvöldvaka kvöldsins var undirbúin. Í kvöldmat var skyr og brauð.
Á kvöldvökunni var mikil gleði, nokkur herbergi sáu um skemmtiatriði og einnig voru Hlíðarlögin sungin hástöfum.
Í dag var svo veisludagur, síðasti dagurinn okkar saman hér og var hann eðlilega haldin hátíðlegur. Formleg veisludagskrá hófst á slaginu 18:00. En fyrr í dag voru spilaðir undanúrslitaleikir og úrslitaleikur í brennókeppninni. Á morgun keppa brennómeistarar flokksins við foringjana. Foringjarnir voru ósigraðir síðasta sumar, en það verður spennandi að sjá hvernig leikurinn á morgun fer.
Í veislukvöldmat voru pitsur og svo léku foringjar flokksins á alls oddi á kvöldvöku. Þið getið séð nokkur vel valin atriði í story hjá Vindáshlíð á Instagram (leitið á instagram að Vindáshlíð).
Núna eru bænakonur inni á herbergjum að enda daginn og koma stelpunum í svefn.
Við sjáumst á Holtaveginum klukkan 16 á morgun.
Bestu kveðjur úr Hlíðinni fríðu,
Pálína forstöðukona.