Jæja, loksins kemur annar fréttapakki úr Hlíðinni.

Þessi vika hefur liðið afskaplega hratt, enda er nóg að gera hér á bæ. Stelpurnar skemmta sér vel og veðrið hefur verið alveg hreint ágætt. Meðal þess sem við höfum haft fyrir stafni er hönnunarsýning Vindáshlíðar, þá gerðu stúlkurnar kjól eða aðra flík úr svörtum ruslapoka og skreyttu með blómum og garni. Við höfum einnig farið í eltingaleikinn á flótta, haft hæfileikasýningu og spurningakeppnina, éttu hnetur (engar hnetur voru þó étnar það kvöld). Á þriðjudagskvöld var kaffihúsakvöld og því veglegt kvöldkaffi; eplakaka og ís. 

Núna er veisludagur og stelpurnar eru að spila úrslitaleik í brennó. Á morgun keppir sigurherbergið svo við foringjana og það verður án efa spennandi leikur. 

Við leggjum af stað í bæinn klukkan þrjú á morgun og verðum því komnar á Holtaveginn korter í fjögur.

Í kvöld er veislukvöld, við reynum að vera duglegar að sýna ykkur frá því gegnum Instagram svo endilega finnið okkur þar.

Kveðja Pálína.