Milli níu og hálf tíu var lagt af stað í Vindáshlíð frá skrifstofu KFUM&K.

Um 80 stelpur tóku rútuna upp eftir og biðu spenntar eftir að komast í herbergi. 

Stuttu eftir komu í Vindáshlíð var hádegismatur og fengu stelpurnar grjónagraut. 

Um tvö leytið var útivera og var ratleikur. Hann gékk útá það að kynnast stelpunum í herberginu betur og staðinn.

Það var boðið uppá jógúrtköku og pizzasnúða í kaffinu og slepurnar voru mjög sáttar. Eftir það var frjáls tími, brennó keppnir, írþóttakepnir og fengu 3 herbergi að undirbúa leikrit fyrir kvöldvöku sem að öll herbergi munu fá að gera í vikunni. 

Um hálf sjö var komið að kvöldmat og fengu þær kjötbollur og karteflumús. 

Eftir kvöldmat var kvöldvaka þar sem að stelpurnar skemmtu sér mjög vel og nokkur herbergi voru með atriði og leiki.

Bananar og epli voru borin fram í kvöldkaffi áður en að stelpurnar fóru á hugleiðingu.

Eftir hugleiðingu fengu stelpurnar að bursta tennurnar útí læk (þær sem að vildu)  og svo komu bænakonur (foringi sem að sér um sitt herbergi) inn til stelpnana til að koma þeim í ró.

Kveðja, Hildur forstöðukona