Þriðji dagur í þriðja flokk Vindáshlíðar. Dagurinn byrjaði aðeins seinna þar sem að stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur því að það var náttfatapartý í gær. Þær borðuðu morgunmat og svo fóru þær útað fána á fánahyllingu. Eftir fánahyllingu fóru stelpurnar á biblíulestur, Þegar því var lokið var frjáls tími og brennó fram að hádegismat. Það var skyr og pizzubrauð í hádegismat. Við erum ekki búnar að vera heppnar með veður í vikunni þannig í útiveru var farið útí íþróttahús og voru herbergi saman í liði í leik sem við köllum Top model. Hvert herbergi sér um að hanna kjól úr svörtum ruslapoka og svo var tískusýning þegar þær voru allar búnar. Í kaffi var banabrauð og sjónvarspskaka sem að þær voru sáttar með. Eftir það var frjáls tími, kraftakeppni, sturtur og brennó. Svo var hakk og spagettí í kvöldmat. Um átta leytið var kvöldvaka og voru þrjú herbergi sem að fengu að vera með atriði/leikrit. Svo var kvöldkaffi og þær fengu ávexti. Eftir kvöldkaffi var hugleiðing og eftir hana fengu þær að fara útí læk að tannbursta og svo kom bænakonan þeirra inní herbergi og kom þeim og ró. Kveðja, Hildur forstöðukona