Fjórði dagur í þriðja flokk Vindáshlíðar Í morgun voru stelpunar frekar þreyttar en þær voru vaktar um níu. Þær fóru í morgunmat og í dag fengu þær Coco Puffs útaf þær eru búnar að gista í 3 heilar nætur í Vindáshlíð sem að gerir þær að Hlíðarmeyjum. Svo var fánahylling og biblíulestur. Eftir biblíulestur var átta liða úrslit í brennó, svo voru íþróttakeppnir og frjáls tími fram að hádegismat. Þær fengu fiskibollur og hrísgrjón með karrýsósu í hádegismat, svo var salat til hliðar. Við erum ekki búnar að vera heppnar með veður þannig að í útiveru fóru stelpurnar útí íþróttahús í leiki. Þær fóru í stoppdans, dans keppni og fleiri leiki. Eftir útiveru komu þær og fengu kaffi og það var gulrótakaka og bananar í kaffitíma. Enn og aftur var frjáls tími og brennókeppnir. Nokkrar eru búnar að stinga uppá því að gera hárgreiðslur í hvor aðra og foringja og það er mikið fjör. Í kvöldmat var tortias með kjúkling í matinn. Um átta var seinasta kvöldvaka sem að stelpurar fengu að sýna leikrit eða hafa leiki og var mjög gaman. Þær fengu banana og og appelsínur í kvöldkaffi. Svo var hugleiðing. Þær fengu ekki að bursta útí læk því að það var svo mikil rigning, en vonandi er það hægt annað kvöld. Bænakonan kom inn til þeirra um tíu og var svo fóru þær að sofa.
Kveðja, Hildur forstöðukona