Fréttir úr 6.flokk í Vindáshlíð

Heil og sæl, hér er allt gott að frétta, hingað mættu hressar og skemmtilegar 80 stelpur í flokk í Vindáshlíð og margt búið að vera að gera. Lang flestar eru að koma í fyrsta skipti og því mikil spenna og auðvitað smá heimþrá líka í sumum, en við erum duglegar að gefa knúsa og hughreista og þá eru þær ekki lengi að skella sér í leiki og hafa gaman. Þó að það séu bara 2 dagar búnir þá er ýmislegt búið að vera að gera, brennó, íþróttakeppnir, leikir, náttfatapartý, kvöldvökur og margt meira spennandi. Við reynum að setja myndir inn á hverjum degi og auðvitað er velkomið að hringja í forstöðukonu í símatíma og fá fréttir. Ef einhverjar verða sóttar og fara ekki heim með rútunni á laugardaginn þá biðjum við ykkur endilega um að hringja í okkur og láta okkur vita. En hér er dagurinn að byrja vel, við sjáum sólina og ætlum að fara í undirbúningshópa fyrir Guðsþjónustu í kirkjunni okkar.

Bestu kveðjur úr Hlíðinni fríðu, Hanna Lára forstöðukona 🙂