Dásamlegur dagur í dag, stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur því þær fóru sofa seinna í gær vegna náttfatapartýs. Við skiptum stelpunum í hópa, sönghóp, leikritahóp, skreytingahóp, kærleikskúlu- og undibúningshóp til þess að gera Guðsþjónustu í Hallgrímskirkjunni okkar. Sú stund gekk mjög vel og gaman að vera með stelpunum. Við erum búnar að hafa sól og gott veður í dag en akkúrat þegar var búið að segja öllum að skella sér út í sólina þá kom þvílík rigining að annað eins hefur varla sést, en sem betur fer höfðu stelpurnar bara gaman að því að blotna smá og settu fötin sín í þurrkherbergið eftir á. Það virðist vera einhver misskilingur hjá foreldrum um að rútan komi í bæinn á föstudaginn en það er ekki fyrr en á laugardag sem rútan kemur á Holtaveginn um 16. Svo ef þið ætlið að sækja börnin til okkar fyrr þá biðjum við ykkur að hringja og láta okkur vita. Annars gengur bara vel og stefnum á kvöldvöku i íþróttahúsinu í kvöld. P.s myndir komnar inn á kfum.is
b.kv. Hanna Lára forstöðukona