Hæhæ, hér líður tíminn aldeilis hratt. Í gær var svo gott veður að það var gríðarlega mikil útivera, stelpurnar fóru að Brúðarslæðu í gönguferð og busluðu í læknum í sólinni. Áfram hélt brennókeppnin og íþróttakeppnirnar, gleði og skemmtun. Síðustu herbergin héldu svo skemmtilega kvöldvöku fyrir okkur í gærkvöldi og fengu síðan allir sem vildu bursta tennur í læknum fyrir háttatíma. Í dag er veisludagur og úrslit í brennókeppninni, sem er virkilega spennandi. Það verða pizzur í kvöldmat og foringjarnir skella sér í búninga og sjá um kvöldvöku í kvöld þar sem verður vonandi hlegið dátt og sungið hátt. 🙂 Rútan fer svo á morgun, laugardag, kl 15 frá Vindáshlíð og við biðjum um að þið látið okkur vita ef þið hafið hugsað ykkur að sækja stelpurnar fyrir þann tíma til okkar.

Bestu kveðjur, Hanna Lára forstöðukona 🙂