79 flottar stelpur komu til okkar uppí Vindáshlíð í gær. Foringjarnir tóku á mótu þeim í matsalnum, skiptu hópnum niður í 10 herbergi og sýndu stelpunum staðinn. Eftir hádegismat var stór ratleikur þar sem stelpurnar fengu enn betur að kynnast Vindáshlíð. Íþróttakeppnin fór af stað eftir kaffitíma með húshlaupi og einnig hófst hin sívinsæla brennókeppni. Birkihlíð, Barmahlíð og Furuhlíð sáu svo um kvöldvöku eftir kvöldmat, sýndu frumsamin leikrit og voru með leiki fyrir hinar stelpurnar. Góður dagur og fallegt veður, sól og skúr til skiptis og fallegur regnbogi seinni partinn.
Við setjum reglulega myndir inná eftirfarandi síðu og hvetjum ykkur til að fylgjast með þar: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157709816576021

Hlýjar kveðjur,
Kristín forstöðukona