Yndislegur dagur í gær og við vöknuðum aftur við glampandi sól. Eftir morgunmat var morgunstund með forstöðukonu en svo héldu áfram íþrótta- og brennókeppnir. Í gær var keppt í plankakeppni inni á setustofu og svo síðdegis var skókast úti á fótboltavelli. Stelpurnar hafa verið mjög jákvæðar og duglegar að taka þátt í íþróttakeppnum alla vikuna sem við erum að sjálfsögðu ánægðar með. Eftir hádegismat gengu stelpurnar að Brúðarslæðu sem er foss í grend við Vindáshlíð. Þegar komið var á áfangastað fengu stelpurnar að busla í læknum áður en þær snéru til baka uppí Hlíð þar sem kaka beið þeirra í kaffitímanum. Etir kaffi var frjáls tími þar sem sum herbergi undirbjuggu kvöldvökuna, margar höfðu það huggulegt á setustofunni eða úti að leika sér. Einnig voru öll herbergi send í sturtu í gær svo allar stelpurnar eru hreinar og fínar fyrir veislukvöld í kvöld. EFtir kvöldvöku fengu stelpurnar kvöldkaffi eins og vanalega og Lilja foringi sagði þeim svo fallega sögu um mikilvægi þakklætis á hugleiðingu inn í setustofu. Bænakonur fengu að vera extra lengi inni í herbergjum í gærkvöldi og alveg komin ró í húsið um kl 23.
Ég minni á myndir úr flokknum á eftirfarandi slóð: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157710152393711/with/48487634101/
Einnig er gaman að fylgja Vindáshlíð á Instagram: https://www.instagram.com/vindashlid/?hl=en
Svo er mikilvægt að hringja og láta vita ef stelpur verða sóttar uppí Vindáshlíð á laugardag. Síminn hér er 5667044.
Rútan kemur í bæinn á laugardag milli 15:45 og 16.
Bestu kveðjur,
Kristín forstöðukona