Í morgun vaknaði upp hópur af nýjum Hlíðarmeyjum í Vindáshlíð, en stúlka verður Hlíðarmey þegar hún hefur gist í Hlíðinni í 3 nætur. Þær voru velkomnar í hópinn með lófaklappi og áfanganum var fagnað með Cocoa Puffs í morgunmat.

Við nýttum góða veðrið í gær til hins ítrasta og skelltum okkur út í kvöldleiki að kvöldvöku lokinni. Það vakti mikla lukku og kvöldsólin lèk við okkur.

Kvöldleikir í góða veðrinu

Í dag er síðasti fulli dagur flokksins og þá er auðvitað hátíð í bæ. Það verður því veislubragur á lífinu hjá okkur í allan dag.

Sjáumst á morgun,

Tinna Rós, forstöðukona